Fjárlög 1993

78. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 00:53:32 (3310)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það fer ekkert á milli mála að framlag ríkissjóðs er lægra. Það sem ég var að tala um þegar við vorum að skiptast hér á orðum, ég og hv. þm. Valgerður Sverrisdóttur, var einfaldlega það að háskólinn hefði meira fé til umráða að meðtöldum skólagjöldum. Það vil ég taka skýrt fram og það var það sem vakti undrun mína í allri þessari umræðu um niðurskurðinn.
    Ég er ekki að biðja um einhverja vistun fyrir þessar 300 millj. hjá fjmrn. Auðvitað kemur þetta til með að heyra undir menntmrn. eins og það hefur gert en ég vek athygli á því að þetta fé er ekki í hendi enn þá. Það er gert ráð fyrir því að af sölu ríkisfyrirtækja verði 300 millj. til ráðstöfunar á næsta ári og þeim verði varið með þessum hætti sem ég sagði. 200 millj. í Vísindasjóði, 100 millj. í Rannsóknasjóð Rannsóknaráðs. Af þeim fari 50% til Rannsóknasjóðs, 35% til rannsóknartengds framhaldsnáms og 15% til sérstaks markaðsátaks.