Fjárlög 1993

78. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 00:58:00 (3312)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þau svör sem hér hafa borist og vil benda á að við alþýðubandalagsmenn flytjum ekki aðeins útgjaldatillögur. Við flytum líka tekjuöflunartillögur. Ég er ekki tilbúinn til að láta fjmrn. ákveða rammann til heilbrigðis- og tryggingamála og mun því ekki setja hlutina upp með þeim hætti sem hæstv. ráðherra gerði í sínu máli áðan. Mér þykir leitt til þess að vita að ekki skuli enn þá liggja fyrir ákveðin upphæð sem á að fara til hjúkrunarheimilisins Eirar. Mér finnst sérkennilegt að hún skuli ekki liggja fyrir enn þá og þess vegna dreg ég þá ályktun af orðum hæstv. ráðherra að ég eigi þann kost einan í þessari stöðu að halda til streitu tillögu minni og hv. þm. Guðrúnar Helgadóttur um sérstakt rekstrarframlag til hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi.