Fjárlög 1993

78. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 02:28:17 (3331)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs til þess að vekja athygli á þeirri merkilegu staðreynd að þingflokksformaður annars stjórnarflokksins hefur óskað eftir því að ríkisstjórnini verði veitt mun harðari andstaða en verið hefur til þessa. Við höfum auðvitað gert okkur grein fyrir því að það væri veruleg ókyrrð innan stjórnarflokkanna, ekki síst Alþfl. en einnig líka Sjálfstfl. í hinum ýmsu málum sem upp hafa komið undanfarna daga. Hins vegar er bersýnilegt að ástandið er orðið svo alvarlegt að hv. formaður þingflokks Alþfl. óskar eftir því að fá aðstoð okkar í stjórnarandstöðunni við að fella þessa ríkisstjórn. Við munum veita honum alla þá aðstoð sem við getum í því göfuga ætlunarverki hans.