Fjárlög 1993

78. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 02:30:49 (3333)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :

    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 17. þm. Reykv. fyrir þær upplýsingar sem hafa komið fram um það hvað hann man vel barnalærdóminn og þekkir sjálfsagt enn þá bæði í orði og í verki grundvallaratriði hinna díalektísku sjónarmiða þar sem andstæðurnar leikast á, stjórn og stjórnarandstaða, svart og hvítt, nótt og dagur. ( Forseti: Forseta þykir ekki nákvæmlega vera rætt um gæslu þingskapa.) Það getur vel verið að það fari svo einhvern tíma næstu daga, virðulegi forseti, í sambandi við gæslu þingskapa einmitt, að hv. formaður þingflokks Alþfl. komist að því fullkeyptu að þessar andstæður séu glaðvakandi og verði þeim mun betur vakandi sem nær dregur jólum.