Fjárlög 1993

79. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 11:11:13 (3340)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Hér er ekki um að ræða tillögu til hækkunar á fjárlagafrv. og útgjöldum þess, heldur tilflutning á fjármunum. Ég tel að það sé eðlilegra að fjármunir sem eiga að fara til rannsókna séu undir menntmrn. en ekki undir fjmrn. Tillagan gengur út á það að þessir fjármunir verði færðir á menntmrn. og verði þessi tillaga samþykkt, sem ég geri mér að sjálfsögðu vonir um, þá fellur niður nákvæmlega jafnhá upphæð á fjmrn. Ég mun að sjálfsögðu samþykkja þessa tillögu, virðulegi forseti.