Fjárlög 1993

79. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 11:38:56 (3352)

     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Með þessari brtt. er farið fram á 5 millj. kr. til þess að hægt sé að reka áfram skólabúðir í Mývatnssveit. Menntmrn. hafði heimilað að þarna færi af stað slík starfsemi í tilraunaskyni sem var gert og gekk ákaflega vel og var mikil ánægja með þessa starfsemi. Skólabúðirnar gætu þjónað öllu Norðurlandi og Austurlandi eða öðrum landshlutum eftir því sem vera vill. Þessi starfsemi gæti veitt 6--8 manns atvinnu á þessu svæði, í þessum hreppi. Þetta er ekki há upphæð, 5 millj., og þess vegna hef ég leyft mér að leggja fram þessa brtt.