Fjárlög 1993

79. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 11:57:20 (3354)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Sú þjóð, sem heldur upp á 100 ára gömul hús en telur að menningarverðmæti tengd sögu þjóðarinnar skipti engu máli og gömlum embættisheitum eigi að sópa burtu eins og rusli, hefur gleymt sögu sinni. Af þeirri ástæðu og af þeirri ástæðu einni að þetta mun leiða mikinn kostnað í för með sér fyrir ríkið ef öðrum verður ætlað að taka við þessum störfum sé ég ekki að það geti verið nema eitt skynsamlegt svar við þessu. Það er að segja já.