Fjárlög 1993

79. fundur
Föstudaginn 11. desember 1992, kl. 12:06:20 (3358)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegi forseti. Með þessari lækkun sem hér kemur fram á liðnum Lífeyristryggingar og sjúkratryggingar lít ég svo á að það sé verið að marka þingmönnum eða þinginu ákveðinn ramma og að vissu marki binda hendur þeirra við meðferð frv. til breytinga á almannatryggingalögum sem enn er hér til umfjöllunar í þinginu og verður væntanlega rætt í dag og vísað til heilbr.- og trn. Það frv. eins og það lítur út núna kemur sérstaklega niður á barnafólki, öldruðum og sjúkum rétt eins og gert var í fyrra. Þar sem sú lækkun sem hér er sýnd byggir á því frv. segi ég nei.