Umræður um dagskrármál

81. fundur
Laugardaginn 12. desember 1992, kl. 17:03:39 (3423)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir :
    Hér hefur komið fram að menn eru reiðubúnir að leyfa hv. þm. sem vilja taka til máls í þessu máli að gera það. Forseti er að sjálfsögðu tilbúinn til að leyfa slíkt en hafði að þessu sinni, eins og oftast áður, tekið mark á því sem eindregið var óskað eftir, að því er hann skildi, að aðeins yrði talað fyrir nefndarálitum og umræðum síðan frestað þar til síðar. Ef þetta má skýra málið og menn telji sig ekki þurfa að biðja um orðið um gæslu þingskapa, þá vill forseti lýsa því yfir að hann mun leyfa þeim hv. þm. að tala í þessu máli sem þess hafa óskað.