Umræða um EES og ummæli utanríkisráðherra

82. fundur
Mánudaginn 14. desember 1992, kl. 14:04:38 (3444)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vísar því á bug að hann sýni stjórnarandstöðunni óbilgirni. Forseti telur sig hafa skyldur, bæði varðandi markmið ríkisstjórnar og við að gæta hagsmuna stjórnarandstöðunnar og hefur lagt áherslu á að starfa í þeim anda. Varðandi það hvort málið er þingtækt svaraði forseti því að hann teldi að það væri þingtækt, að taka ætti málið á dagskrá og til afgreiðslu, en það væri þingsins sjálfs að taka ákvörðun í framhaldi af því.