Evrópskt efnahagssvæði

82. fundur
Mánudaginn 14. desember 1992, kl. 14:57:46 (3472)

     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Það er óhjákvæmilet að knýja fram svör fulltrúa stjórnarflokkanna við fullyrðingum sem hafðar eru eftir ónafngreindum þingmönnum úr þeirra hópi í garð stjórnarandstöðunnar um að hún hafi ekki staðið við það samkomulag sem gert hefur verið um meðferð þessa máls. Formaður þingflokks Sjálfstfl. hefur að nokkru leyti borið þetta til baka, þó ekki alveg. Það hefur verið ítrekað að hann talaði skýrar í þessu efni.
    Ég vil einnig óska eftir því að þingflokksformaður Alþfl., hv. 17. þm. Reykv., geri grein fyrir afstöðu sinni til þessara fullyrðinga. Það hefur ekkert komið fram af hálfu forsvarsmanna Alþfl. um þetta efni svo fullyrðingarnar standa. Á meðan ekkert heyrist frá þeim verður maður að álykta sem svo að Alþfl. haldi því fram að stjórnarandstaðan svíki gert samkomulag. Ég vil því óska eftir því, virðulegi forseti, að þingflokksformaður Alþfl., hv. 17. þm. Reykv., komi hér upp og geri grein fyrir afstöðu sinni til þessara fullyrðinga og beri þær til baka. Það er óhjákvæmilegt að slík krafa verði lögð fram því að ekki er viðunandi fyrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að sitja undir ásökunum af þessu tagi.