Evrópskt efnahagssvæði

82. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 00:16:14 (3511)

     Eyjólfur Konráð Jónsson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Það fer ekki á milli mála að það er rétt sem hv. þm. Geir Haarde sagði og gaf í skyn að það eru aðeins örfáir klukkutímar sem hv. þm. hafa haft til þess að ræða þetta mál sem allir eru sammála um að sér stærsta mál, ekki bara þessa þings, kannski stærsta mál í sögu þjóðarinnar. Þess vegna er alveg rétt ályktun að ekki sé hægt að ljúka umræðunni núna. Hvort heldur það væri núna eða í fyrramálið þá getur það auðvitað ekki verið að þeirri umræðu yrði lokið. Ég styð það þess vegna eindregið að hlé verði tekið núna frekar en að taka það kannski um hádegi á morgun eða eitthvað slíkt og mæli mjög sterklega með því að fallist verði á þá tillögu.