Evrópskt efnahagssvæði

82. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 01:41:58 (3531)

     Ragnar Arnalds (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það liggi nokkuð ljóst fyrir að þingmenn una því mjög illa að umræðum sé haldið áfram. Það er algjörlega óviðunandi að talsmenn minni hluta eigi að fara að flytja mál sitt þegar svo langt er liðið á nótt. Þess vegna legg ég til, virðulegi forseti, að umræðunni sé frestað til morguns og óska eftir að það sé borið undir atkvæði þeirra sem hér eru viðstaddir. ( ÓÞÞ: Þá er það dagskrártillaga.) Ég held að ekki þurfi að hafa mörg frekari orð um það. Ég legg bara fram skriflega tillögu til forseta um að þegar verði greidd atkvæði um hvort fundinum skuli ekki frestað.