Evrópskt efnahagssvæði

83. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 18:00:21 (3566)

     Ragnar Arnalds (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli forseta á því að nú eru að hefjast nefndastörf á Alþingi. Ég veit að hv. efh.- og viðskn. hefur verið kvödd til starfa og þar situr sjöundi hver þingmaður eins og kunnugt er. Ég tel auðvitað ekki hæfa að þingfundir standi á sama tíma og nefndarfundir eru haldnir og vil eindregið óska svara við því frá forseta hvort ekki verði þá gefið þinghlé á meðan þessi mikilvæga nefnd er að störfum. Það mun vera milli kl. 6 og 9. Fundir hennar munu hafa verið boðaðir fyrir allmörgum dögum. Þetta er mikilvægur vinnufundur og því eðlilegt að taka tillit til hans.