Evrópskt efnahagssvæði

83. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 23:12:32 (3584)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér er alveg ljúft og skylt að votta það sem mína skoðun að störf hv. þingnefnda að þessum málum hafa verið í mörgum greinum til fyrirmyndar. Ég tel t.d. að á þeim vettvangi þar sem ég hef kynnst því best, þ.e. á vettvangi utanrmn., hafi þau störf verið frábærlega vel skipulögð og málinu til mikils framdráttar. Mér er kunnugt um að það hefur verið á fleiri sviðum í mörgum málum. Það er ánægjulegt að geta sagt það því að það er alla vega mun skilvirkari þáttur í störfum Alþingis en sá sem blasir við allra augum.