Evrópskt efnahagssvæði

83. fundur
Þriðjudaginn 15. desember 1992, kl. 23:17:27 (3590)


     Frsm. 1. minni hluta utanrmn. (Steingrímur Hermannsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Á þessum örstutta tíma hef ég ekki tækifæri til að koma inn á nema örlítið af því sem hæstv. ráðherra nefndi. Ég vil þó þakka honum fyrir að staðfesta að æðimargt hefur ekki náðst fram sem við vildum þegar við unnum saman að þessum málum.
    Mér þótti undarlegur útúrsnúningur hans um tilskipanir, tæknilegar viðskiptahindranir, sem ég nefndi. Ég tók þar dæmi af reglugerð 176. Ég vildi ekki lesa þær allar. Ég get gert það síðar ef óskað er. Ég tók þar dæmi um ljósabúnað bifreiða. Ég er alveg sammála hæstv. ráðherra að það var skilningur okkar í uphafi að við þyrftum ekki að lögfesta reglur af því að við framleiðum ekki þessa hluti. Við framleiðum ekki bifreiðar. En í formálsorðum þessarar bókar segir að það sé til athugunar að breyta íslenskum reglum til samræmis við EB-regur þótt við framleiðum ekki bifreiðar. Það er talað um hjólbarða, öryggisgler í bifreiðum og allan fjárann, ef ég má orða það svo, og það er verið að breyta íslenskum reglum þótt við framleiðum ekkert af þessum hlutum. Hvernig stendur á þessu, hæstv. ráðherra? Við vorum á sömu skoðun einu sinni og þú virðist vera enn.