Evrópskt efnahagssvæði

83. fundur
Miðvikudaginn 16. desember 1992, kl. 00:39:29 (3609)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti hefur hlustað með athygli á athugasemdir hv. þm. en forseti verður aftur að ítreka að það er skylda hans að sjá svo um að hv. þm. fái allan þann tíma sem þeir þurfa til þess að flytja sínar ræður og koma málflutningi sínum til skila. Það eru þau störf sem hljóta að hafa forgang í þinginu.
    Komið hefur í ljós varðandi það mál sem hér er á dagskrá að mjög margir þingmenn eru enn á mælendaskrá og óska eftir því að flytja sitt mál. Við þeim óskum verður forseti að verða og þess vegna mun verða haldið áfram störfum í nótt eftir því sem aðstæður krefjast og eftir því hvernig gengur að komast niður eftir mælendaskránni sem forseti telur skyldu sína gagnvart hv. þm. til þess að verja málfrelsi þingsins.