Evrópskt efnahagssvæði

83. fundur
Miðvikudaginn 16. desember 1992, kl. 00:48:21 (3616)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Í tilefni af orðum hv. þm. sagði forseti það aldrei að hann ætlaði að berjast gegn öllum fyrirætlunum til þess að skerða málfrelsi þingsins. Hann sagði að hann mundi leggja sig fram um að verja málfrelsi þingsins með því m.a. að starfa í nótt til þess að gefa þingmönnum kost á því að ljúka sínu máli og til þess þyrfti tíma. Dagskráin hefur þegar verið ákveðin og eftir henni starfað og margir á mælendaskrá. Það var það sem forseti sagði, m.a. til þess að upplýsa þingmenn um að þörfin væri mikil á löngum tíma til þess að ljúka umræðum um þetta mál þegar að því kæmi.