Fjáraukalög 1992

85. fundur
Fimmtudaginn 17. desember 1992, kl. 17:36:13 (3746)

     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get ekki séð að nokkur lifi til langframa á fortíðarvandanum. Það kann vel að vera að hv. stjórnarandstæðingar geti fundið lausn til þess en ég vil minna hv. þm. á það að halli á fjárlögum ársins 1991, eins og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, var 11,5 milljarðar þannig að við ýmiss konar vanda hefur verið við að glíma hjá þeirri ríkisstjórn sem hér hefur verið til umfjöllunar að því er virðist. En ég trúi ekki öðru en að hv. 2. þm. Austurl. hafi tekið eftir þeim vanda sem sjávarbyggðirnar í landinu áttu við að stríða í árslok 1991 og langt fram á þetta ár og vænti ég þess að hann hafi kynnt sér það. Hafi hann ekki gert það þá er afar mikilvægt að það gerist hið fyrsta.