Umboðssöluviðskipti

85. fundur
Fimmtudaginn 17. desember 1992, kl. 18:00:56 (3761)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það kemur heim og saman við þær upplýsingar sem forseta höfðu verið veittar að rétt væri að taka á dagskrá 9. dagskrármálið þar sem ekki var búist við umræðu um það mál og ljúka afgreiðslu þess með því að fresta atkvæðagreiðslu. Síðan yrði hafin umræða um EES-málið ef tími ynnist til. Þetta voru þær upplýsingar sem forseti hafði. Síðan yrði fundi frestað ef nefndir óskuðu eftir því þangað til í kvöld.
    Nú hefur forseti ekki fengið skilaboð frá formanni þeirrar nefndar, sem á að fara að hefja störf, en heyrir það á máli manna hér að gert sé ráð fyrir að fundi sé frestað vegna nefndastarfa. Forseti verður alltaf við því ef nefndir óska, því samkvæmt þingsköpum ber að leita samþykkis forseta. Og ef hann gerir ekki athugasemdir þá er fundum frestað. Forseti gerir ekki athugasemdir við það ef nefndin óskar eftir því að fresta þingfundi og þykir rétt og sjálfsagt að fresta nú fundi til kl. hálfníu í kvöld. ( Gripið fram í: Þarf ekki að fresta málinu?) Umræðum um þetta mál var lokið og forseti var búinn að tilkynna það og atkvæðagreiðslu frestað. Fundinum verður frestað til kl. hálfníu í kvöld.