Kvöldfundur

86. fundur
Föstudaginn 18. desember 1992, kl. 18:12:59 (3800)

     Geir H. Haarde :
    Virðulegi forseti. Ég vil gjarnan að það komi fram að formenn þingflokka eða fulltrúar þeirra hittust fyrr í dag og ræddu þessi mál. Hins vegar náðist ekki til fulltrúa úr stjórn þingflokks Framsfl. vegna þess að formaður þingflokksins var ekki í húsinu né heldur ritarinn, en varaformaðurinn er utan þings eins og kunnugt er. Við fulltrúar hinna flokkanna fjögurra, sem sátum á þessum fundi, náðum samkomulagi um hvernig haldið skyldi áfram í dag og þar á meðal að fundi skyldi fram haldið kl. hálfníu. Þetta samkomulag var síðan borið undir formann Framsfl. og hv. 2. þm. Suðurl., Jón Helgason, sem kváðust ekki gera athugasemdir við þetta fyrir hönd síns flokks.