Samkomulag um kvöldfund

86. fundur
Föstudaginn 18. desember 1992, kl. 19:11:49 (3824)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Nú vill forseti beina því til manna að það sé látið duga að menn tali utan ræðustóls um þessi mál og reyni að ná samkomulagi. Forseti hefur áður lýst því yfir að hún óskar eftir því að formenn þingflokka stjórnarliðsins ræði við fulltrúa Framsfl. eftir að forseti hefur frestað þessum fundi. Nú biður forseti um að menn biðji ekki oftar um orðið til þess að tala um gæslu þingskapa því við komumst ekki að niðurstöðu fyrr en menn ræða saman í rólegheitum utan ræðustólsins. Þar með ætlar forseti að leyfa sér, og vonar að því verði ekki mótmælt, að fresta fundinum. Fundinum er frestað til hálfníu og þá mun forseti mæta hér og fresta fundi aftur um hálftíma ef þá verður of snemmt að hefja fund. --- [Fundarhlé.]