Skattamál

86. fundur
Föstudaginn 18. desember 1992, kl. 21:34:36 (3829)

     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það var algjör óþarfi af hv. þm. að koma upp og bera blak af formanni nefndarinnar. Ég sagði það alveg skýrt að ég hefði fullan skilning á því ef hann þyrfti að vera annars staðar í tilefni dagsins og í framhaldi af því óskaði ég honum sérstaklega til hamingju með daginn. ( ÖS: Við gerum það öll.) Já, við gerum það öll hér inni þannig að ég skil ekki alveg af hverju þingmaðurinn var að eyða tíma þingsins í þetta. Það hefur eitthvað farið forgörðum.
    Ég veit ekki hvar ég á að flytja svona ræðu ef ekki hér. ( Gripið fram í: Það má ekki segja frá þessu.) Ég veit það ekki, en ég sé að þingmaðurinn hefur beðið um orðið aftur og upplýsir það kannski hvar það hefði átt að vera. Hins vegar er málið þannig vaxið að ég held að þetta sé rétti staðurinn og þetta sé rétta stundin. Ég tel að það sé enn þá von. Þess vegna lagði ég það til að nefndin taki þetta aftur til umfjöllunar og skoðaði málið.