Skattamál

86. fundur
Föstudaginn 18. desember 1992, kl. 21:58:20 (3837)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil að það komi skýrt fram gagnvart mínum orðaskiptum við forseta áðan að væntanlega hef ég tekið meira upp í mig en efni stóðu til þegar ég sagði að forseti hefði vítt mig. Forseti áminnti mig. Og á því er að mínu mati munur. En ég stend við það sem hv. síðasti ræðumaður sagði að sú áminning var þá fyrir að segja sannleikann í ræðustól.