Skattamál

86. fundur
Föstudaginn 18. desember 1992, kl. 23:08:41 (3844)

     Finnur Ingólfsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Nei. Árin 1983, 1984, 1985, 1986, þekktist ekki það húsnæðisfyrirkomulag sem menn eru með í dag. Í dag er auðvitað 25 ára endurgreiðslutími og tæplega 5% vextir. 1983 gátu menn greitt lánin sín til baka, á 40 árum eða 42 árum og með 3,5% vöxtum. Þá fengu menn ekki opinbera ráðgjöf um hvað þeir mættu skulda og síðan keyptu sér í samræmi við það og hvaða tekjur þeir hefðu. Nú fá menn þá ráðgjöf og síðan er allt sem þeim var sagt svikið. En auðvitað, virðulegi þingmaður, er eitt sem skiptir máli í þessu og það er að þessi maður, sem ég er hér með mynd af, og tjáði sig í kosningabæklingi Alþfl. fyrir kosningarnar 1987 og mér er alveg sama þó það hafi verið fyrir kosningarnar 1991, hann sagði: Ég styð Alþfl. af því að ég treysti þeim til þess að lækka tekjuskattinn á launafólkið. Ef þið eruð sátt við það, hv. þm. Alþfl., að þið hafið staðið við að að þessi maður hafi greitt ykkur atkvæði með góðri samvisku þá er þetta allt í fínu standi. ( RG: Hann skilur okkur í dag.)