Skattamál

86. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 00:46:02 (3851)

     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. þm. Guðni Ágústsson beindi til okkar stjórnarliða spurningu um það hvort við sættum okkur við það framlag sem ætlað er til íþróttahreyfingarinnar í landinu. Mér er ljúft að verða við ósk hans og svara spurningu hans. Það vill svo til að hv. þm. Jón Kristjánsson, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir hafa lagt fram brtt. við fjárlögin þar sem sett er fram mjög hógvær krafa, þ.e. sú að framlagið til Ungmennafélags Íslands og ÍSÍ verði það sama fyrir árið 1993 og það var fyrir árið 1992. Og mér er ljúft að gleðja þingmanninn með því að tilkynna honum það héðan úr ræðustól að þá tillögu hyggst ég styðja.