Skattamál

86. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 00:47:17 (3852)

     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. svar hans. Ég vissi að ýmsir af þingmönnum stjórnarliðsins sætta sig ekki við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og áform gagnvart fólkinu og íþróttahreyfingunni. Ég vil spyrja hv. þm.: Hefur málið verið tekið fyrir í þingflokki Sjálfstfl. og hyggst þingmaðurinn láta á það reyna þar hvort fleiri þingmenn ganga til liðs við hann í þessu mikilvæga máli því, eins og hv. þm. Ingi Björn Albertsson gat um hér áðan, oft var þörf en nú er nauðsyn að styðja æskulýðs- og íþróttahreyfinguna í landinu, þegar atvinnuleysisvofan herjar á heimilin og því miður önnur vá, eiturlyf, sem því miður eru í of miklum mæli í okkar blessaða landi.