Skattamál

86. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 00:57:10 (3858)

     Ingi Björn Albertsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég vil fá að þakka hv. síðasta ræðumanni fyrir þær upplýsingar sem hún flutti hér og fyrir að rifja upp fyrir okkur vikuna sem sýndi náttúrlega glögglega í hvers lags óefni er komið í þessum efnum.
    En ég kom aðallega hér upp til þess að biðja forseta að bæta við svar hans um þinghaldið í nótt hvernig hugsunin er að standa að þinghaldinu á morgun. Ég vildi gjarnan fá það upplýst hvort það er ætlunin að halda hér áfram fram eftir degi og jafnvel fram á kvöld á laugardegi ofan í þessa mjög svo erfiðu vinnuviku.