Skattamál

86. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 00:58:51 (3860)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Stundum virðist svo sem það sem allir þingmenn vita sannast og réttast, að það sé forsætisnefnd sem sé yfir þessu þingi, vera á þann veg að hún sé í reynd geymd utan dyra hvað forsetaherbergið snertir. Mér er ljúft að draga það til baka ef ég hef ofsagt það að hún hafi komið nálægt þeim ákvörðunum sem hér hafa verið teknar. Því var aftur á móti þannig lýst af hv. þm. Geir Haarde, hv. 8. þm. Reykv., að ég gat ómögulega skilið það á annan veg en þann að aðeins þingflokksformaður Framsfl. hefði verið fjarverandi. En þetta er að verða þannig að það er eins og Alþingi Íslendinga sé stjórnað af einhverri næturdrottningu.