Skattamál

86. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 02:38:39 (3877)


     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Til þess að það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki deila á milli mín og hæstv. forsrh. um það atriði að við þurfum að tryggja eðlileg skattskil í þessu landi vil ég taka undir það. Ég held að um það sé ekki deila í þessum þingsal. En hitt er alvörumál eins og fram kom hjá hv. 5. þm. Reykv. ef byrðarnar eru meiri en svo að menn geti borið þær. Þá eru það ægilegir hlutir.