Fjáraukalög 1992

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 10:36:13 (3882)

     Frsm. fjárln. (Karl Steinar Guðnason ):
    Frú forseti. Við 2. umr. um fjáraukalög greindi ég frá því að fyrir lægi að taka afstöðu til tveggja tillagna sem yrðu fluttar við 3. umr. Þær liggja hér fyrir og mun ég skýra þær.
    Fyrri tillagan er um endurgreiðslu á eldsneytisgjaldi sem var oftekið samkvæmt samningi við önnur ríki og hefur verið gerð krafa til þess að það verði greitt til baka og er nú ætlað að það þurfi 30 millj. í það verkefni. Gerð er tillaga um þessar 30 millj.
    Þá er og nýr liður, þ.e. önnur tillagan og varðar embætti veiðistjóra. Það er vegna eyðingar á refum og minkum en þessu kvikindum hefur fjölgað allmikið þrátt fyrir tilraun til þess að eyða þeim. Tillaga er gerð um 8,5 millj. í þessu skyni.