Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 13:09:14 (3894)

     Halldór Ásgrímsson :
    Virðulegur forseti. Þetta er í fimmtánda skipti sem þessi skattur er á lagður til bráðabirgða. Ég tel að það sé rétt að leggja þennan skatt á áfram, ekki síst í ljósi þess að þjónustuaðilar og verslunarrekstur verður fyrir allmikilli léttingu í sinni skattbyrði vegna niðurfellingar aðstöðugjaldsins og mun ég því styðja þetta ákvæði frv.
    Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að í þessi fimmtán skipti sem skatturinn hefur verið framlengdur hefur Sjálfstfl. ávallt barist á móti framlengingunni. Ég vænti þess að svo sé einnig nú, en því hefur hins vegar verið lýst yfir að Sjálfstfl. muni greiða atkvæði með honum. Þetta lýsir best hversu lítið er að marka yfirlýsingar Sjálfstfl. í skattamálum.