Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 13:35:45 (3907)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti getur ekki annað en glaðst yfir því að það er létt yfir þingheimi þrátt fyrir alvöru augnabliksins en vill biðja hv. þm. að hafa hljóð í salnum. Þetta er farið að verða dálítið á víð og dreif og forseti gerir sér ekki alveg grein fyrir hvernig við munum standa að þessu að lokum. Það var beðið um nafnakall. Það er ýmist búið að gera athugasemdir við atkvæðagreiðslu eða gera grein fyrir atkvæði og nú ætlaði forseti að spyrja hvort hv. þm. hafi horfið frá ósk sinni um að greiða atkvæði um þessa grein í einstökum liðum, en þá yrðu atkvæði greidd um greinina í heild sinni. ( Gripið fram í: Nei.) Þar kom nei og þá veit forseti það og þá stendur það sem áður var beðið um.