Skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 14:05:20 (3918)

     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Það hefur margt komið á óvart í skattaálögum ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar á Alþingi en þetta er sú tillaga sem tekur steininn úr. Miðað við yfirlýsingar landsbyggðarþingmanna í stjórnarflokkunum, bæði fyrir kosningar og allar götur síðan margendurteknar um það að vinna gegn mismunun á húshitunarkostnaði, þá gera þeir húshitunarkostnaðinn að skattstofni með flatri álagningarprósentu. Það er satt að segja furðulegt ef þessi skattlagning á eftir að ganga hér fram á Alþingi nú fyrir jólin og sannarlega kaldar kveðjur sem þar er verið að senda þeim sem þegar búa við mikið misrétti fyrir í þessum efnum. Jafnframt er auðvitað verið að binda þunga bagga fyrir fyrirtækin sem eiga að standa

undir þessu og þau fyrirtæki sem hugmyndin er að rísi, eins og nýjar hitaveitur sem geta væntanlega bæst við og þurfa að taka við slíkum ókjörum. Ég segi nei.