Frumvarp um skattamál

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 14:34:10 (3928)

     Vilhjálmur Egilsson :
    Hæstv. forseti. Í ljósi ræðu hv. 4. þm. Norðurl. e. vil ég taka fram að það var ætlunin að efh.- og viðskn. fundaði á mánudag að minnsta kosti. Það eru nokkur atriði sem eiga eftir að koma inn fyrir 3. umr.

sem tengjast breytingum á skattvísitölu og slíku. Síðan fékk nefndin ágætis bréf í lok síðasta fundar sem þarf að skoða þannig að ég reikna með því að nefndin fundi á mánudaginn.