Fjárlög 1993

87. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 16:42:00 (3939)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það hefur komið fram að forsvarsmenn SÁÁ hafa áhuga á því að fá jörðina að Staðarfelli keypta. Þeir eru reiðubúnir til þess að greiða fullt verð fyrir og treysta sér til þess. ( ÓÞÞ: Hvaða verð er það?) Það verð sem um kynni að semjast á milli ríkisins og þeirra sem þeir nefna svo, að þeir séu reiðubúnir að greiða fullt verð fyrir. Finnst hv. þm. rétt og eðlilegt að ríkið ráðstafi eignum sínum án endurgjalds til aðila sem eru reiðubúnir að greiða fyrir þær fullt verð?