Fjármálaráðstafanir á sviði dóms- og kirkjumálaráðuneytis

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 14:52:20 (3969)

     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Enn á ný þá bið ég hv. þm. að hlusta grannt á ræðu mína. Ég sagði að meginstefnan væri alveg skýr. Það myndi svo hins vegar koma í ljós við atkvæðagreiðslu hvað mönnum fyndist um einstakar greinar í þessu frv. og útfærslu þeirra. Það er algengt að menn geti verið með eða á móti útfærslu einstakra atriða í lagagreinum þótt menn séu sammála meginstefnunni. Þingmaðurinn ætti að meta þann stuðning við meginstefnuna sem hann hefur fengið hér.
    Mér finnst hins vegar dálítið skorta á að þessi ágæti þingmaður og starfsmaður kirkjunnar sem er sá eini sem sameinar það á Alþingi að vera bæði þjónn kirkjunnar og þjóðþingsins . . .  ( ÓÞÞ: Enginn getur þjónað tveimur herrum.) Jú, hv. þm. Gunnlaugi Stefánssyni tekst ágætlega að þjóna tveimur herrum en hann getur ekki . . .  (Gripið fram í.) Ég hef hins vegar haft miklar efasemdir um það að hann gæti þjónað þremur herrum, þ.e. hæstv. forsrh. og það er þess vegna sem ég hef óskað eftir að hv. þm. segði nokkur orð um framgöngu Sjálfstfl. í þessu máli bæði nú og á undanförnum árum.