Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 15:40:17 (3985)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
    Virðulegi forseti. Í viðauka nr. 2 við búvörusamning sem í gildi er segir orðrétt:
    ,,Byggðastofnun verði útvegað fjármagn til að greiða fyrir annarri atvinnuuppbyggingu á þeim stöðum sem viðkvæmastir eru fyrir samdrætti í sauðfjárframleiðslu.``
    Þetta mál verður til skoðunar við afgreiðslu lánsfjárlaga fyrir árið 1993 þannig að með viðhlítandi hætti megi efna búvörusamning sem fyrrv. ríkisstjórn gerði við Stéttarsamband bænda. Ég segi nei.