Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 15:46:28 (3989)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri hefur staðið fyrir rannsóknum á lífríki sjávar í Eyjafirði. Í fjárlagafrv. fyrir árið 1993 er ekki gert ráð fyrir fé til þessa verkefnis. Tillaga þessi um 4 millj. kr. hækkun á rekstrargjöldum skólans er flutt til þess að tryggja framhald þessara rannsókna. Ég vil einnig láta þess getið að það er eilítið afkáralegt ef svo á að fara að fyrsta verk stjórnvalda gagnvart nýsamþykktri þál. á Alþingi þess efnis að gera Eyjafjarðarsvæðið að miðstöð rannsókna og kennslu á sviði sjávarútvegs eigi að vera það að ekki verði veitt lágmarksfjármagn til að viðhalda mjög mikilvægu rannsóknaverkefni einmitt í því skyni sem tillagan beinist að.