Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 16:52:19 (4014)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að þær fjárveitingar sem ætlaðar eru til reksturs Kristnesspítala á næsta ári nægja ekki þrátt fyrir að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri yfirtaki reksturinn og hafi lagt til ýtrustu tillögur til aðhalds og sparnaðar. Það liggur því ljóst fyrir að fjárveitingu til spítalans er haldið til streitu óbreyttri til þess að hægt sé að standa við ótímabæra og illa undirbyggða yfirlýsingu hæstv. heilbrrh. um hugsanlegan sparnað sem ráðherrann gaf á sl. sumri. Ég segi því já við þessari tillögu.