Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 17:36:36 (4036)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Á Norðurfirði á Ströndum er komin aðstaða fyrir smábáta og það er rétt að það er mjög mikilvægt að þar er komin sú aðstaða. Það er og eina höfnin á svæðinu. Ef ég skil hafnalög rétt, þá er ekki hægt undir þessum lið sem hér er lagt til að veita fjárframlag nema þar sem höfn er. Af þeirri ástæðu tel ég að þó þetta væri samþykkt, þá mundi ekki vera heimilt að veita það til uppbyggingar, hvorki á Gjögri né í Djúpuvík. Af þeirri ástæðu sit ég hjá.