Fjárlög 1993

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 17:52:24 (4043)


     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Á Sturlungaöld reyndi einn virtasti höfðingi þessa lands að sætta Húnvetninga og fór hrakfarir miklar. Það hefur ekki gengið betur nú. Ég tel að með þeirri ákvörðun sem tekin var á sínum tíma að fara í að verja hafnarmannvirkin á Blönduósi sé farinn ásættanlegur millivegur í þessu máli og segi því já.