Afstaða Spánar til EES-samningsins

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 18:32:02 (4058)

     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég ætla að tala um þingsköp. Ég tel að það sé viturlega mælt hjá hæstv. utanrrh. að forðast að draga ályktanir of hvatvíslega. Ég legg til að við snúum okkur að öðrum þingstörfum. Þessi EES-mál eru komin til hlés í bili og mín von er sú að menn átti sig á því að það sé skynsamlegt að fara að fitja upp á möguleikum á tvíhliða samningi við Evrópubandalagið.