Afstaða Spánar til EES-samningsins

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 18:37:42 (4063)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það hafði nú verið ætlun forseta að hafa hér utandagskrárumræðu að lokinni atkvæðagreiðslu sem tók lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir. Þess vegna sér forseti ekki fram á annað en það verði að fresta þessari utandagskrárumræðu. Forseti mun reyna að stefna að henni í kvöld þegar fundi verður fram haldið ef það hentar báðum aðilum, þ.e. ef hæstv. ráðherra og hv. þm. eru samþykkir því. Þá mun sú utandagskrárumræða hefjast hér í kvöld þegar fundur hefst að nýju kl. hálfníu. --- [Fundarhlé.]