Málefni aldraðra

88. fundur
Mánudaginn 21. desember 1992, kl. 22:40:25 (4080)

     Frsm. 2. minni hluta heilbr.- og trn. (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég las hér upp úr ræðum hv. þm. bæði árið 1989, þegar tvísköttunin átti sér stað, og eins árið 1991 þegar tekinn var ákveðinn hluti úr sjóðnum í rekstur. Það var reyndar takmarkaður hluti. Og þá mótmælti hv. þm. því að þetta væri gert og það væri með þeim hætti seilst í þennan sjóð. Það var 1991 og rökin hjá meiri hluta heilbr.- og trn. þá voru að það vantaði enn mikið upp á að nægilega væri séð fyrir þjónustu við aldraða. Það hafa ekki gerst nein straumhvörf á þeim tveim árum sem liðin eru, hv. þm., þannig að hafi þingmaðurinn mótmælt þessu í febrúar 1991 þá ættu þau rök að standa enn þann dag í dag.