Tekjustofnar sveitarfélaga

88. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 03:07:27 (4121)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Sú var tíðin að hv. 8. þm. Reykn. hafði ríkan skilning á fjáröflunarþörf ríkissjóðs og setti ekki fyrir sig smávægilega fegurðargalla í fjáröflunarleiðum. Ég

var reyndar að vona að það eimdi eitthvað eftir af því þegar hann leiddi hugann að þessu máli.
    Ég hef þegar sagt að ég tel að við hljótum að stefna að því að samræma þessa skattmeðferð þannig að hún sé eins fyrir allar atvinnugreinar. Það náðist ekki með þeim tillögum sem hér hafa verið til umræðu og samþykktar voru við 2. umr. og koma senn til hinnar þriðju. En ég tel þetta mjög mikilvægan áfanga í því að bæta skattkerfi okkar frá sjónarmiði atvinnuveganna og bíð þess þolinmóður að við náum enn betri árangri og þá vonandi með góðum tillöguflutningi frá þeim þingmönnum sem hafa treyst sér til að tala um þetta mikilvæga mál inn í morgun þessa dags.