Skattamál

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 16:16:29 (4181)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil benda hv. 5. þm. Norðurl. v. á það að ég hef hvorki í þessum ræðustól né annars staðar tekið mér í munn þá tölu að kaupmáttur hafi lækkað um 7% heilt yfir. Það bið ég hann að hafa í heiðri. Í öðru lagi lá það allan tímann ljóst fyrir að aldrei yrði alger samstaða milli aðila vinnumarkaðarins um þær erfiðu aðgerðir sem þurfti að grípa til, þann ramma graut eins og formaður Vinnuveitendasambands Íslands orðaði það. Hv. þm., þar kom til kasta hæstv. ríkisstjórnar og þar var stóri bresturinn. Hæstv. ríkisstjórn hafði ekki þá forustu sem þurfti til að leiða málið til lykta. Þjóðin stendur frammi fyrir því í dag og fleiri og fleiri átta sig á því.