Almannatryggingar

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 17:24:14 (4199)


     Guðmundur Bjarnason :
    Hæstv. forseti. Ég hef verið fylgjandi því og talið skynsamlegt að taka upp tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu. Ég tel að það sé faglega rétt ef vel er að því staðið og ég tel líka að það geti sparað bæði í heilbrigðisþjónustunni fyrir okkur almennt og fyrir einstaklingana sjálfa. Ég treysti því að hæstv. ráðherra heilbrigðismála njóti aðstoðar góðra manna við að byggja upp skynsamlegt tilvísanakerfi og segi já við þessari tillögu.