Skattamál

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 17:43:58 (4205)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Með þessu frv., ef að lögum verður, er verið að stórauka skattaálögur á almenning án þess að jöfnunaraðgerðir fylgi. Með 14% virðisaukaskatti á bækur, blöð, tímarit og ferðaþjónustu er atvinnu fjölda fólks stefnt í voða og aukið á þann samdrátt sem fyrir er í samfélaginu. Þótt sköttum sé létt af atvinnulífinu í þeim tilgangi að tryggja erfiða stöðu þeirra réttlætir það ekki árásir á láglaunafólk í landinu, en eins og við vitum eru konur stærsti hluti þess hóps. Þessar aðgerðir get ég ekki samþykkt. Ég segi nei.