Skattamál

89. fundur
Þriðjudaginn 22. desember 1992, kl. 17:47:02 (4207)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Þess var sérstaklega getið í íslenska sjónvarpinu að ég hefði verið fjarverandi þegar þessu máli var vísað á milli umræðna. Ég vil að það sé alveg á hreinu að sú skattastefna sem hér er verið að leggja til að framkvæma af Alþfl. og Sjálfstfl. nýtur ekki míns stuðnings. Og ég er sannfærður um það að ef þessir flokkar hefðu sagt frá því fyrir kosningar hvað þeir ætluðu að gera, þá færu þeir ekki með völd í þessu landi. Þetta er stríðsyfirlýsing. Ég segi nei.